Lee Ann Walker fékk 58 högg í víti eftir að hún komst að því að hún hefði brotið reglurnar á hverri holu á fyrstu tveimur hringjunum á LPGA móti fyrir 50 ára og eldri.

Walker komst sjálf að því eftir tvo hringi að hún hefði verið að brjóta reglurnar og tilkynnti mótsnefnd það sem úrskurðaði Walker 58 vítahögg.

Kylfingurinn sem lék hér áður á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heiminum, fékk kylfuberann til að hjálpa sér við að miða sem er ólöglegt.

Eftir að Walker lék fyrsta hringinn á 85 höggum var 42 höggum bætt við fyrsta hringinn og sextán höggum við annan hringinn.

Eftir þetta var Walker 39 höggum á eftir næsta kylfing og missti nokkuð örugglega af niðurskurðinum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessari reglu er beitt en í janúar fékk Haotong Li tvö högg í refsingu fyrir að nýta kylfusveininn á þennan hátt sem kostaði hann hundrað þúsund dollara.