Alls fékk Carlos tæpan rúman 30 ára fangelsisdóm. Hann var fundinn sekur um spillingu, skipulagða glæpastarfsemi, peningaþvætti og skatta undanskot.

Lögmenn Carlosar hafa afrýjað niðurstöðu dómarans og mun hann því verða frjáls ferða sinna þar til áfýjunin verður tekin fyrir.

Carlos var fyrst handtekinn árið 2017 ásamt hægri hönd sinni á þessum tíma, Leonardo Gryner og voru þeir sakaðir um að hafa borgað rúmar tvær milljónir dollara í mútur til þess að kaupa atkvæði sem myndu sjá til þess að Ólympíuleikarnir árið 2016 yrðu haldnir í Rio de Janeiro. Það jafngildir rúmum 262 milljónum íslenskra króna miðað við núvirði.