Svisslendingurinn Roger Federer og Spánverjinn Rafael Nadal munu mætast í undanúrslitum á Wimbledon-mótinu í tennis karla.

Þeir leika þar með við hvorn annan í fyrsta skipti á þessu móti síðan þeir spilauðu til úrslita á mótinu árið 2008. Þá hafði Nadal betur og vann annan af tveimur sigrum sínum á Wimbledon-mótinu. Federer hefur hins vegar borið sigur úr býtum á mótinu átta sinnum.

Federer lagði Kei Nishikori í átta liða úrslitum í dag á meðan Nadal hafði betur á móti Sam Querrey.

Serbinn Novak Djokovic sem er ríkjandi meistari og hefur unnið Wimbledon-mótið alls fjórum sinnum bar sigurorð af Davkd Goffon og mætir Spánverjanum Roberto Bautisa Agut.

Hin bandaríska Serena Williams og Tékkinn Barbora Strýcová annars vegar og hin úkraínska Elina Svitolina og Rúmeninn Simona Halep hins vegar mætast í undanúrslitum í kvennaflokki.

Undanúrslitin í kvennaflokki verða spiluð á morgun en karlarnir leika til undanúrslita á föstudaginn.