Serbinn Novak Djokovic og Svisslendingurinn Roger Federer unnu í dag andstæðinga sína í undanúrslitum Wimbledon-mótsins í tennis karla.

Djokovic sem er ríkjandi meistari og hefur sigrað Wimbledon-mótið fjórum sinnum lagði Bandaríkjamanninn Roberto Bautista Agut að velli.

Federer hafði hins vegar betur gegn gamalkunnum mótherja, Spánverjanum Rafael Nadal, í spennutrylli. Federer er sigursælasti karlkeppandi sögunnar á Wimbledon-mótinu en hann hefur unnið mótið átta sinnum.

Hann jafnar árangur hinnar tékknesku Martinu Navratilovu takist honum að fara sigur af hólmi í úrslitaleiknum.