Svissneska tennisgoðsögnin Roger Federer tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að leggja til hálfa milljón dala til að reyna að tryggja úkraínskum börnum áframhaldandi gengi að skóla.

Í færslunni sem kom á Twitter talaði Federer um að hann væri skelfingu lostinn að sjá hvaða áhrif innrás Rússa hefði á óbreytta borgara.

Um leið gerði stríðið það að verkum að sex milljónir barna kæmust ekki í skóla á þeim tíma lífsins þar sem þau þurfa á skólagöngu og menntun að halda.

Því hafi hann ákveðið að leggja til hálfa milljón dollara til að tryggja úkraínskum börnum áframhaldandi skólagöngu eins og hægt er.