Malmö og FCK mættust í norðurlandastórslag í Evrópudeildinni á fimmtudag þar sem mikill hiti var meðal stuðningsmanna. Leikurinn var nefndur Baráttan við brúnna enda nokkrir kílómetrar á milli borganna.

Í aðdraganda leiksins drógu stuðningsmenn FCK upp fána af strump með eld fyrir neðan og textann; Öskrin í Malmö munu hljóma frá svarta ketlinum í Kaupmannahöfn, svona ef þetta er beinþýtt.

Þetta fór illa í forsvarsmenn UEFA sem hafa kært félagið og mun það þurfa að svara til saka þann 21. nóvember.

Blysin í stúkunni gætu kostað félögin skildinginn.

Þetta er þó ekki eina kæran sem UEFA hendir í úr leiknum því fyrir utan strumpafánann er FCK ákært fyrir að setja í létta flugeldasýningu. Slíkt er bannað.

Malmö er einnig ákært fyrir flugelda og að henda hlutum inn á völlinn. Þá var einum stigainngang lokað af stuðningsmönnum sem er stranglega bannað.

UEFA vísaði einnig málum Olympiacos FC fyrir rasistafána stuðningsmanna þeirra, Celtic fyrir flugelda í stúkunni og Vitória SC og Eintracht Frankfurt fyrir að hefja ekki leik á tilsettum tíma til aganefndarinnar. Málum þeirra verða tekin fyrir 17. október.

Gera þurfti stutt hlé á leiknum vegna þoku sem myndaðist frá flugeldum og blysum.