Sport

„Farinn að finna fyrir fiðrildum í maganum“

Ólafur Ingi Skúlason á von á því að argentínska liðið vanmeti Ísland en hann segir að þeir séu hvergi bangnir. Hann á von á því að spennan aukist þegar komið verður til Moskvu á eftir en

Ólafur Ingi sló á létta strengi með blaðamönnum. Fréttablaðið/Eyþór

Algjörlega, maður er farinn að finna fyrir fiðrildum í maganum og það mun örugglega aukast þegar við komum til Moskvu á eftir,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis, er hann var spurður hvort að það væri ekki komin spenna í leikmannahópnum á ferðadegi til höfuðborgar Rússlands.

Íslenska liðið tók æfingu í sólinni í Kabardinka í dag en þeir halda til Moskvu síðdegis og lenda rétt fyrir kvöldmatarleytið.

„Þetta er búið að vera gott hérna, það fer vel um okkur og menn eru orðnir klárir og farnir að telja niður dagana. Þetta er að fara að byrja.“

Fyrsti andstæðingurinn er Argentína á laugardaginn.

„Að sjálfsögðu skoðum við varnarleikinn vel, þetta er lið í heimsklassa. Sóknarlega eru þeir sennilega eitt besta lið heims með Messi og þessa gaura. Þeir geta gert allan fjandan og verða erfiðir en við erum góðir að verjast og höfum gert það nógu vel að við erum hvergi bangnir.“

Hann vonast til að þeir vanmeti litla Ísland.

„Ég held að þeir hljóti að vanmeta okkur, skilaboðin frá Argentínu eru að þeir séu nokkuð öruggir með sig. Það er gríðarleg pressa á þeim og allt annað eru hörmuleg úrslit sem er gott fyrir okkur. Við vitum hvað við getum, hvernig við getum refsað þeim og ætlum að ná í úrslit,“ sagði Ólafur og bætti við:

„Þetta er líklegast síðasta tækifæri leikmanna eins og Messi á því að vinna Heimsmeistaramótið og það er í raun okkar að skemma fyrir þeim.“

Íslenska liðið reynir að vera duglegt að taka upp á leikjum til að stytta biðina á milli leikja á hóteli liðsins.

„Það er misjafnt hvað menn eru að gera, sumir vilja sleikja sólina á meðan aðrir eru að spila. Svo eru allskonar meðferðir, nudd og slíkt þannig við höfum nóg að gera.“

Hann fór líkt og aðrir leikmenn í hjólreiðatúr um bæinn í gær.

„Við skoðuðum okkur um, það var gott að komast aðeins út af hótelinu og bærinn lítur bara nokkuð huggulega út. Við vorum óeinkennisklæddir en það voru einhverjar myndatökur sem við vorum í, ekkert of mikið.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Handbolti

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

Auglýsing

Nýjast

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Matthías færir sig um set í Noregi

Auglýsing