Mála­­­fram­­­vindan tekur mið af tegundum meintra brota sem og stað­­­setningu sak­­­sóknara­em­bættisins en „póst­­­númera-lottóið“ getur orðið til þess að tíma­rammi sam­bæri­­­legra mála sé ekki alltaf sá sami,“ segir Dino Nocivelli, lög­­­fræðingur í Bret­landi, í svari til Frétta­blaðsins um mál knatt­spyrnu­mannsins Gylfa Þórs Sigurðs­­­sonar.

Nocivelli, sem sér­hæfir sig meðal annars í málum er snúa að meintu kyn­ferðis­of­beldi gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingum, getur ekki tjáð sig beint um mál Gylfa vegna laga í Bret­landi. „Það mætti vonast eftir niður­­­stöðu um næstu skref fyrir lok mars,“ segir hann þó út frá fyrri dæmum.

Gylfi Þór var hand­­tekinn 16. júlí 2021, grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn ó­­lög­ráða ein­stak­lingi. Stuttu síðar var hann látinn laus gegn tryggingu og hefur verið það síðan.

Lög­reglan hefur lokið rann­­sókn sinni og er málið nú komið inn á borð sak­­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar sem fer yfir gögn málsins og á­kvarðar næstu skref.

Hvað svo?

Nú hefur Gylfi Þór í langan tíma verið í far­banni og laus gegn tryggingu. Dino telur að ekki verði tekið til­­lit til þess fari svo að á­kært verði í málinu og Gylfi fundinn sekur.

„Ég tel svo ekki vera,“ segir Dino. Með væntan­­legri á­­kvörðun sak­­sóknara­em­bættisins geti fram­­vindan verið á tvo vegu. Málið geti verið fellt niður eða það á­­kveðið að á­kært verði í því.

„Ef á­kært er í málinu myndu næstu skref vera þau að þeim stefnda yrði gefin kostur á að bregðast við. Ef hann segist sak­laus verður fundin dag­setning fyrir dóms­mál.

Ef ekki verður á­kært í málinu mun meintur þolandi eiga kost á að á­frýja þeirri niður­stöðu. Ef á­frýjunin skilar ekki árangri verður málið fellt niður."

Dino Nocivelli, lögmaður
Fréttablaðið/Skjáskot

Rannsóknartíminn ekki óeðlilegur

Af sam­fé­lags­um­ræðunni í tengslum við málið að dæma mátti sjá að margir furðuðu sig á löngum rann­sóknar­tíma lög­reglunnar í Grea­ter Manchester í um­ræddu máli en Dino segir ekkert ó­eðli­legt við tíma­lengd rann­sóknarinnar sem slíka.

„Því miður getur refsi­réttar­kerfið á Eng­landi verið ansi hæg­fara og hefur þróunin verið í þá vegu undan­farið,“ svarar Dino og segir margar á­stæður fyrir því.

,,Það eru fjöl­margar á­stæður, allt frá eftir­málum vegna kórónu­veirufar­aldursins til van­fjár­mögnunar í mála­flokki lög­reglunnar, á­kæru­valdsins, saka­mála­dóm­stóla og laga­legrar að­stoðar. Á­stæður mögulegra tafa geta þó ekki verið notaðar sem af­sökun fyrir á­fram­haldandi töfum á rétt­læti fyrir alla þá aðila sem eru hluti af saka­málum."

Réttlæti frestað sé réttlæti hafnað

Það er mat Dino að frestað rétt­læti sé oft rétt­læti hafnað og segir hann tafir á niður­stöðu í svona málum vera á­hyggju­efni sem hafi á­hrif, bæði á meinta þol­endur sem og sak­borninga.

,,Þær tafir sem til vegna rann­sóknar refsi­réttar­kerfisins er á­hyggju­efni fyrir alla sem eiga í hlut. Því miður er þetta að verða að sí­fellt al­gengara og versnandi vanda­mál.

Ég er á þeirri skoðun að frestað rétt­læti sé rétt­læti hafnað og að á­hrifin á meinta þol­endur og eftir­lif­endur kyn­ferðis­of­beldis geti verið mjög skað­leg þar sem þessi staða þýðir að þau fá ekki fulla með­ferð við sínum málum.

Þar af leiðandi geta þau ekki haldið á­fram með líf sitt á meðan mögu­legt saka­dóms­mál hangir yfir þeim og málinu ekki lokið. Þá er ég einnig með­vitaður um að slík töf hefur einnig á sak­borninga í málum sem þessum."