NFL-deildin hefur séð sig tilneydda í að vara öll 32 lið NFL deildarinnar við mögulegum sektum ef þjálfara og leikmenn láta ekki af því athæfi að láta reiði sína bitna á spjaldtölvum á meðan að leik stendur. Sú var raunin í gær þegar fjölmargir leikir í NFL deildinni fóru fram.

Ken Dorsey, einn af sóknarþjálfurum Buffalo Bills gat ekki hamið reiði sína eftir leik gegn Miami Dolphins og lét hana því bitna á nærliggjandi hlutum í kringum sig, þá aðallega spjaldtölvu sinni. Myndband af viðbrögðum Dorsey hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum.

Þetta var fyrsta tap Buffalo Bills á tímabilinu en leikurinn gegn Miami Dolphins í gær var hnífjafn allt til loka.

Svipaða sögu var að segja úr leik Tampa Bay Buccaneers gegn Green Bay Packers. Fyrir leikinn hafði Tampa Bay unnið báða sína leiki í upphafi tímabils en það gekk lítið upp hjá liðinu í sóknarleiknum á móti Packers. 3

Vandræði Tampa Bay fram á við endurspegluðust í leikstjórnanda liðsins, NFL goðsögninni Tom Brady sem virtist allt annað en sáttur. ESPN greinir frá því að Brady hafi látið reiði sína bitna á tveimur spjaldtölvum sem voru við varamannabekki Tamba Bay.