Það kom í ljós í gærkvöld að allir íslensku keppendurnir í stórsvigi í kvennaflokki kæmust áfram í aðalkeppnina í stórsvigi þegar ákveðið var að hætta við undankeppnina á HM í alpagreinum sem fer fram í Åre í Svíþjóð.

Andrea Björk Birkisdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og María Finnbogadóttir áttu að hefja leik í undankeppni fyrir stórsvigið hádeginu í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá Skíðasambandi Íslands var sú keppni blásin af þar sem keppendafjöldi nær ekki hundrað manns.

Þær Andrea, Freydís, Hólmfríður og María keppa því allar í aðalkeppninni í stórsvigi á fimmtudaginn.