Skíði

Fara beint í aðalkeppnina

Skíðasambandi Íslands tilkynnti í gærkvöld að Ísland muni eiga fjóra fulltrúa í aðalkeppninni í stórsvigi á HM í alpagreinum eftir að undankeppnin í Svíþjóð var felld niður.

Freydís Helga keppti fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikunum í PyeonChang. Fréttablaðið/Getty

Það kom í ljós í gærkvöld að allir íslensku keppendurnir í stórsvigi í kvennaflokki kæmust áfram í aðalkeppnina í stórsvigi þegar ákveðið var að hætta við undankeppnina á HM í alpagreinum sem fer fram í Åre í Svíþjóð.

Andrea Björk Birkisdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og María Finnbogadóttir áttu að hefja leik í undankeppni fyrir stórsvigið hádeginu í dag.

Samkvæmt tilkynningu frá Skíðasambandi Íslands var sú keppni blásin af þar sem keppendafjöldi nær ekki hundrað manns.

Þær Andrea, Freydís, Hólmfríður og María keppa því allar í aðalkeppninni í stórsvigi á fimmtudaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Skíði

Sturla komst áfram í svigi

Skíði

Sturla náði ekki að klára fyrri ferðina í stórsviginu

Skíði

Hólmfríður í 49. sæti í stórsvigi á HM í alpagreinum

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Auglýsing