Mendy var fáorður er hann mætti fyrir dóm í Bretlandi í morgun, sagði aðeins til nafns, kennitölu og heimilisfang.

Auk Mendy er vinur hans Louis Saha Matturie einnig ákærður.

Mendy var handtekinn í ágúst síðastliðnum og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Honum hefur hingað til verið neitað um að vera látinn laus gegn tryggingu og hefur dvalið í HMP einkafangelsinu í Liverpool.

Leikmaðurinn gekk til liðs við Manchester City í júlí árið 2017, hann á að baki 101 leik fyrir félagið og hefur í þrígang orðið enskur meistari.