Ganverski kantmaðurinn Christian Atsu fannst í gærkvöldi á lífi í rústum byggingar í Hatay í Tyrklandi sem stóð ekki af sér jarðskjálfta af stærðinni 7,8 á richter sem gekk yfir Tyrkland og Sýrland í gær. Frá þessu greindi þjálfari Atsu hjá Hatayaspor, Mustafa Özat.

Atsu fannst í rústunum eftir nokkra klukkustunda leit en talið er að jarðskjálftarnir sem gengu yfir svæðið í gær hafi orðið að minnsta kosti 4800 manns að bana.

Auk þess að greina frá nýjustu vendingum varðandi Atssu greindi Mustafa einnig frá því að íþróttastjóri Hatayaspor, Taner Savut væri enn saknað.

Hatay er sú borg sem er einna næst nær upptökum skjálfta gærdagsins og er eyðileggingin í borginni gríðarleg.

Samkvæmt frétt BBC um málið segir að Atsu hafi verið fluttur slasaður á nærliggjandi sjúkrahús

Atsu hafði fyrr á sínum ferli leikið með félögum á Englandi á borð við Newcastle United, Chelsea, Everton og Bournemouth.