Fanndís Friðriksdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Vals og mun hún þar af leiðandi leika með nýkrýndum Íslandsmeisturum Vals á næsta keppnistímabili.

Samningur Fanndísar við Val er til tveggja ára en hún kom til Hlíðarendafélagsins árið 2018.

Fanndís hefur verið mikilvægur hluti af liðinu síðan 2018 og kom gríðarlega sterk til baka eftir barneignarleyfi nú sumar.