Fanndís Friðriksdóttir landsliðskona í knattspyrnu skrifaði í dag undir nýjan samning við Val en þetta kemur fram í tilkynningu frá Hlíðarendaliðinu.

Fanndís kom til Vals frá franska liðinu Marseille sumarið 2018 en hún hefur síðan þá leikið 30 leiki fyrir Val og skorað í þeim leikjum 11 mörk.

Valur varð Íslandsmeistari síðastliðið haust en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn síðan þá og framlengt samninga sína við unga og efnilega leikmenn félagsins sem og Dóru Maríu Lárusdóttur og núna Fanndísi.

Auk Vals og Marseille hefur Fanndís leikið með Breiðabliki, norsku liðunum Kol­botn og Arna-Björn­ar, og Adelai­de United frá Ástr­al­íu.