Boateng og Fradegrada hafa verið að stinga saman nefjum síðustu vikur og mánuði. Boateng skildi við barnsmóðir sína undir lok síðasta árs. Hann og Melissa Satta höfðu verið saman um langt skeið og áttu saman börn.

Boateng hefur á ferli sínum leikið með Tottenham, Portsmouth, AC Milan, Barcelona og fleiri liðum. Hann er frá Ghana en ólst upp í Þýskalandi.

Fradegrada er þrítug en Boateng er fjórum árum aldri. Hún er með 2,8 milljónir fylgjenda á Instagram en hún er heimsfræg fyrir að hafa hannað nýja tegundu af bikiní fyrir konur. Toppurinn vekur athygli en hann snýr öfugt miðað við það sem hefðbundið er.

Hafa sundfötin sem Fradegrada selst eins og heitar lummur. Boateng er á síðustu árum ferilsins í fótbolta en ástin virðist blómstra hjá parinu.