Jafnteflið gegn bronsliði Svía sem situr í fimmta sæti á styrkleikalista FIFA þýddi ekki mikið fyrir stöðu Íslands á listanum því Stelpurnar okkar falla niður um eitt sæti á nýjasta listanum.

Íslenska kvennalandsliðið lék tvo leiki í síðasta glugga þar sem Stelpurnar okkar fóru illa með Letta 9-0 og náðu svo jafntefli á heimavelli gegn Svíum.

Suður-Kórea skýst upp um tvö sæti á styrkleikalistanum á kostnað Íslands og Sviss og eru Stelpurnar okkar í nítjánda sæti á styrkleikalistanum.

Svíþjóð, mótherji Íslands í næsta leik, heldur fimmta sæti listans.