Marcus Ras­h­ford, leik­maður Manchester United og enska lands­liðsins í knatt­spyrnu spilaði í gær sinn 50. A-lands­leik fyrir Eng­land er liðið vann 3-0 sigur á Senegal og tryggði sér sæti í 8-liða úr­slitum HM í Katar.

Ras­h­ford hefur átt stóran þátt í góðu gengi Eng­lands á mótinu og í gær gat hann fagnað með móður sinni í stúkunni. Það má sjá á mynd sem hann deildi með fylgj­endum sínum á sam­fé­lags­miðlum.

Rashford hefur skorað þrjú mörk í fjórum leikjum með Englandi á HM og á möguleika á að tryggja sér gullskóinn á mótinu ef vel gengur.

Englendingar mæta Frökkum í 8-liða úrslitum á laugardaginn kemur í sannkölluðum stórleik og grannaslag.