Knatt­spyrnu­deild Njarð­víkur hefur náð sam­komu­lagi við belgíska úr­vals­deildar­klúbbinn K.V. Kortrijk um að fá Luqman Ha­kim lánaðan út Lengju­deildina 2023. Þetta kemur fram í til­kynningu á heima­síðu fé­lagsins.

Um afar á­huga­verð fé­lags­skipti er að ráða þar sem téður Ha­kim var á sínum tíma á lista The Guar­dian yfir 60 efni­legustu leik­menn heims árið 2019.

Ha­kim var keyptur til K.V. Kortrijk frá heima­landi sínu, Malasíu, árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í 2 leikjum fyrir fé­lagið í belgísku úr­vals­deildinni. Þar á meðal í einum leik á þessari leik­tíð. Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir u21 árs og vara­lið fé­lagsins.

Njarð­víkingar til­kynntu um komu Ha­kim með afar veg­legu mynd­bandi á sam­fé­lags­miðlum sínum og hefur færsla fé­lagsins á Twitter vakið gríðar­lega at­hygli.

Mynd­bandið má sjá hér fyrir neðan en þegar að þetta er skrifað hafa tæp 200 þúsund orðið vör við hana, tæp­lega þúsund manns brugðist við henni með því að líka við hana og rúm­lega 700 deilt henni.

Fé­lags­skipti Ha­kim til Njarð­víkur eru því að vekja mikla at­hygli og þarf ekki nema að bera ný­legar færslur knatt­spyrnu­deildar Njarð­víkur við færsluna um Ha­kim til að sjá það.