Færeyski sóknarmaðurinn Jákup Ludvig Thomsen sem lék með FH seinni hluta síðasta tímabils er kominn aftur í Hafnarfjörðinn og mun leika með FH á næsta tímabili.

Líkt og í síðasta júlí kemur Jákúp á láni frá danska félaginu FC Midtjylland. 

Hann kom af krafti inn í sóknarleik FH í fyrra og skoraði þrjú mörk í níu leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Jákúp í FH-treyju fyrir leik FH og ÍA í Fotbolti.net mótinu í dag.