Hástökkvarinn Eric Kynard gat loksins leyft sér að fagna gullverðlaunum á Ólympíuleikunum um helgina, níu árum eftir að hann keppti á ÓL í London eftir að úrslitunum í hástökki var breytt vegna gruns um lyfjamisnotkun sigurvegarans.

Alþjóðaólympíusambandið breytti úrslitunum í hástökki frá London fyrir helgi þar sem rússneskir íþróttamenn sem tóku þátt í lyfjasvindli rússneskra yfirvalda voru dæmdir úr leik.

Einn þeirra sem var dæmdur úr leik var Ivan Ukhov, sem átti besta stökk allra í London. Þar stökk hann 2,38 metra, fimm sentímetrum hærra en Kenard.

Derek Drouin frá Canada, Robbie Grabarz frá Bretlandi og Mutaz Essa Barshim frá Katar deildu bronsverðlaununum en þeir eru nú skráðir silfurverðlaunahafar.

Þá var bronsverðlaunahafinn Svetlana Shkolina í hástökki frá sömu Ólympíuleikum dæmd úr leik og Ruth Beitia frá Spáni færð upp í þriðja sætið.