Lindelöf og Maja eiginkona hans eiga tvö börn saman. Lindelöf var staddur í London á miðvikudag þar sem United vann sigur á Brentford.

Maja var á sama tíma ein heima með börnin tvö, búa þau í úthverfi Manchester. Innbrotsþjófar létu þá til skara skríða. Maja tók eftir því að mennirnir væru komnir að heimilinu og rauk inn í herbergi með börnin og læsti.

„Ég var ein heima með bæði börnin en við náðum að fela okkur og læsa herberginu áður en þeir komu inn í húsið," segir Maja.

Ralf Rangnick stjóri Manchester United gaf Lindelöf frí og er fjölskyldan nú í Svíþjóð til að ná áttum.