Bissouma var handtekinn grunaður um kynferðislega áreitni á skemmtistað í borginni.

Þessi 24 ára leikmaður er laus gegn tryggingu á meðan máls hans er til rannsóknar. Bissouma sem er skærasta stjarna liðsins var handtekinn eftir kvöld á skemmtistað í Susex.

Allur gangur er á því hvernig félög tækla það þegar leikmaður er undir rannsókn lögreglu. Þannig ákvað Everton að setja Gylfa Þór Sigurðsson til hliðar á meðan hans mál er til skoðunnar.

Manchester City ákvað um svipað leyti að spila Benjamin Mendy sem var að lokum settur í gæsluvarðhald. Mendy er grunaður um fjórar nauðganir. Hann hafði verið laus gegn tryggingu grunaður um þrjár nauðgangir, þegar sú fjórða kom á borð lögreglu var hann settur í gæsluvarðhald.

Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað það að setja alla leikmenn í tímabundið bann á meðan þeir eru undir rannsókn löreglu.

Hinn 25 ára gamli Bissouma hefur vakið athygli stærstu liða Englands fyrir góða frammistöðu sína með liði Brighton.

Brighton greiddi á sínum tíma franska félaginu Lille fimmtán milljónir punda fyrir Bissouma en frammistöður hans í liði Brighton hafa vakið athygli stórliðanna á Englandi.

Hefur hann meðal annars verið orðaður við Liverpool, Manchester United og Arsenal.