Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að brasilíski varnartengiliðurinn Fabinho verði ekki með liðinu í úrslitum enska bikarsins um helgina en að hann gæti náð úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Fabinho fór meiddur af velli í 2-1 sigri Liverpool á Aston Villa í vikunni en eftir leik taldi Klopp að meiðslin væru ekki alvarleg.

Liverpool á þrjá leiki á næstu níu dögum og er ólíklegt að brasilíski landsliðsmaðurinn komi við sögu í þeim.

Líklegra er að hann geti komið við sögu gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tvær vikur.