Í kvöld kemur í ljós hvaða tvö lið úr F-riðli fylgir Noregi, Portúgal og Íslandi í milliriðilinn sem hefst á föstudaginn.

Jafntefli Dana og Ungverja í gærkvöld þýðir að Ísland er búið að tryggja sér þátttökurétt á næsta stigi en óvíst er hvort að Ungverjar eða Danir fylgja Íslendingum upp úr riðlinum.

Noregur mætir spútnikliði Portúgals í Þrándheimi í kvöld í hreinum úrslitaleik upp á hvort liðið tekur stig með sér inn í milliriðilinn. Jafntefli myndi þýða að þau taki bæði eitt stig en ljóst er að Frakkland og Bosnía eru á heimleið úr D-riðlinum.

Í F-riðlinum er staðan heldur jafnari enda geta öll liðin komist áfram fyrir lokaumferðina. Slóvenar eru með fullt hús stiga fyrir leikinn gegn Sviss og fara í milliriðilinn með tvö stig með því að sigra Slóvena í Gautaborg í dag.

Í seinni leik dagsins í F-riðli mætast Pólverjar og Svíþjóð þar sem Pólverjar eiga veika von að komast áfram. Til þess þurfa Pólverjar að vinna ellefu marka sigur á Svíum en líklegra er að Svíar fari áfram með sigri og fari stigalausir inn í milliriðlana.