Fjögur áru í dag síðan knattspyrnumarkvörðurinn fyrrverandi frá Úganda, Abel Dhaira, féll frá eftir baráttu sína við krabbamein. Dhaira lék við góðan orðstír hjá karlaliði ÍBV fyrst frá 2011 til 2012 og svo aftur aftur 2014 til 2016.

Eyjamenn minnast þessa fyrrverandi liðsmanns síns í færslu á facebook-síðu sinni í dag. Þar segir eftirfarandi um Dhaira.

Í dag eru 4 ár frá því að Abel Dhaira markmaður mfl. karla í knattspyrnu féll frá. Hans er minnst á úgönsku sportsíðunni Swift Sports í dag.

Abel var hvers manns hugljúfi og var í miklu uppáhaldi hjá yngri iðkendum félagsins, hann setti skemmtilegan svip á efstu deildina með samba-töktunum sínum og náði vel til stuðningsmanna félagsins.

Heimir Hallgrímsson lýsti Abel svona í viðtali við mbl.is eftir fráfall hans:
„Abel er besti afr­íski leikmaður­inn sem ég hef unnið með: greind hans, vinnu­semi, agi og um fram allt trú hans hjálpaði hon­um að aðlag­ast fjar­læg­um aðstæðum og stofna til fjöl­skyldu­banda við alla,”

Minningin um frábæran karakter lifir um ókomin ár