Eyjakonur fara langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild á næsta ári með sigri á HK/Víking í lokaleik 16. umferðar í Vestmannaeyjum í dag.

ÍBV er fyrir leikinn í áttunda sæti með tólf stig, Keflavík í því níunda með tíu stig og HK/Víkingur með sjö stig í neðsta sæti.

Liðin mætast klukkan 17:15 en bæði lið hafa tapað síðustu fimm leikjum í deildinni.

Fari svo að Eyjakonur vinni í dag er HK/Víkingur fallið og staða Keflvíkinga orðin ansi svört, fimm stigum á eftir ÍBV þegar tvær umferðir verða eftir og á leiðinni á Valsvöllinn í lokaumferðinni.

Jafntefli heldur Keflavík og HK/Víking á lífi í eina umferð til viðbótar en með sigri HK/Víkings kemur spenna í fallbaráttuna á ný.