Ellen White, ein af hetjum nýkrýndra Evrópumeistara Englands, var bannað að spila knattspyrnu með strákaliði í heimabæ sínum er hún var níu ára gömul.
Hin 33 ára gamla White skoraði tvö mörk á EM sem er nýlokið. Bæði mörkin komu í 8-0 stórsigrinum gegn Noregi í riðlinum.
Árið 1998 var White þegar gengin í raðir Arsenal, þar sem hún lék í akademíu félagsins. Í september það ár birtist frétt í The Bucks Herald, þar sem greint er frá því að „fótboltastelpu hafi verið bannað að spila í deild með strákum.“ Það kom einnig fram í fréttinni, sem birtist á forsíðu blaðsins, að White skildi ekkert í ákvörðuninni um að banna henni að spila.
The local paper, @bucks_herald from 1998. I remember it well. Wonder if Ellen carried on playing? #football #womensfootball #England pic.twitter.com/e5xNW4rlpo
— Scott Ottaway (@ScottOttaway) August 1, 2022
Það er þó óhætt að segja að þetta hafi ekki stoppað White í leið sinni að frama á sviði fótboltans. Í dag leikur hún með Manchester City, þar sem hún hefur verið undanfarin þrjú ár.
Á meistaraflokksferlinum hefur White einnig leikið með Chelsea, Leeds, Arsenal og Notts County. Með Arsenal varð hún Englandsmeistari í tvígang og vann bikarinn jafn oft.