Spænski miðillinn AS greinir frá málinu í dag og segir að félögin hafi greitt 25 prósent skatt á meðan önnur lið deildarinnar hafi greitt 30 prósent skatt.

Málið kom fyrst upp á borðið árið 2016 en félögin höfðu nýtt sér undanþágu til að láta spænska ríkið greiða eftirstöðvanirnar.

Börsungar og Atletic Bilbao áfrýjuðu úrskurðinum til Evrópudómstólsins eftir að félögunum var gert að greiða upphæðirnar sem þeim hafði tekist að koma undan ásamt fimm milljónum evra í sekt.