Benedikt Gunnar Óskarsson leikmaður Vals í handbolta hefur átt góða spretti í Evrópudeildinni í handbolta á þessu ári.

Valur hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í keppnina en liðið lagði Benidorm af velli í síðustu viku.

„Benedikt Gunnar Óskarsson skilur okkur öll eftir orðlaus," skrifar Evrópudeildin á Twitter og birtir myndband af marki Benedikts.

Benedikt er aðeins tvítugur að aldri en hefur þrátt fyrir það stimplað sig vel inn í ógnarsterk lið Vals.