Með því tókst Evrópuliðinu að verja titilinn og vinna keppnina í sjöunda sinn. Til samanburðar hefur bandaríska sveitin haft betur tíu sinnum.

Keppt var á Inverness vellinum í Skotlandi en í evrópska liðinu var að finna kylfinga frá Danmörku, Englandi, Finnlandi, Frakklandi, Írlandi, Noregi, Skotlandi, Spáni, Svíþjóð og Þýskalandi.

Lið Evrópu náði 3 1/2 stiga forskoti eftir fyrstu leikina sem átti stóran hlut í að landa titlinum.