Patrice Evra sem lék um árabil með Manchester United, segir að það séu enn miklir fordómar innan karlaknattspyrnu í garð samkynhneigðra og að það hafi margir liðsfélagar hans hafi viðurkennt að fara leynt með það að þeir væru samkynhneigðir.

Þetta kom fram í viðtali við Evra við Le Parisien í aðdraganda þess að Evra er að gefa út ævisögu.

Franski bakvörðurinn fullyrti um leið að það væru að minnsta kosti tveir samkynhneigðir í flestum leikmannahópum.

„Það eru að minnsta kosti tveir einstaklingar sem eru samkynhneigðir í öllum liðum. En í knattspyrnuheiminum er það þannig, að ef þú kemur út úr skápnum er leikmannaferlinum lokið,“ kemur fram í viðtalinu.

Í viðtalinu lýsir Evra því hvernig liðsfélagar hans hafi lýst því yfir að samkynhneigð væri ósamþykkt samkvæmt þeirra trúarbrögðum og að samkynhneigðir ættu ekki heima í leikmannahóp liðsins þegar hann lék á Englandi.

Leikmenn hafi því farið leynt með kynhneigð sína.