Enski boltinn

E­ver­ton stað­festir komu Grétars Rafns

Everton staðfesti í dag að félagið hefði ráðið til sín Grétar Rafn Steinsson sem yfirnjósnara félagsins í Evrópu.

Grétar Rafn brosir á mynd með aðdáanda fyrir leik AZ og Fleetwood. Fréttablaðið/Getty

Everton staðfesti í dag að félagið hefði ráðið til sín Grétar Rafn Steinsson sem yfirnjósnara félagsins í Evrópu.

Grétar Rafn var búinn að vinna í tæp fjögur ár sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood.

Mun hann verða yfirnjósnari félagsins í Evrópu og vinna náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton.

Þeir þekkjast frá tíma Grétars hjá AZ Alkmaar í Hollandi en Grétar lék einnig með Bolton, Young Boys og Kayserispor á ferlinum.

Grétar lærði á sínum tíma í fótboltastjórnunarskóla Johans Cruyff í Hollandi og lék 43 leiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Enski boltinn

Crystal Palace komst upp í miðja deild

Enski boltinn

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing

Nýjast

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Úrslit úr Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

Snorri hafnaði í 39. sæti í skiptigöngu

Auglýsing