Enski boltinn

E­ver­ton stað­festir komu Grétars Rafns

Everton staðfesti í dag að félagið hefði ráðið til sín Grétar Rafn Steinsson sem yfirnjósnara félagsins í Evrópu.

Grétar Rafn brosir á mynd með aðdáanda fyrir leik AZ og Fleetwood. Fréttablaðið/Getty

Everton staðfesti í dag að félagið hefði ráðið til sín Grétar Rafn Steinsson sem yfirnjósnara félagsins í Evrópu.

Grétar Rafn var búinn að vinna í tæp fjögur ár sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood.

Mun hann verða yfirnjósnari félagsins í Evrópu og vinna náið með Marcel Brands, yfirmanni knattspyrnumála hjá Everton.

Þeir þekkjast frá tíma Grétars hjá AZ Alkmaar í Hollandi en Grétar lék einnig með Bolton, Young Boys og Kayserispor á ferlinum.

Grétar lærði á sínum tíma í fótboltastjórnunarskóla Johans Cruyff í Hollandi og lék 43 leiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing