Knattspyrnufélagið Everton tilkynnti í vikunni um nýjan styrktarsamning en fyrirtækið sem um ræðir, Vera Clinic, er hárígræðslufyrirtæki í Tyrklandi.

Þetta er fyrsti samningur Everton við hárígræðslufyrirtæki og verða auglýsingar á vegum fyrirtækisins sýnilegar á leikjum liðsins og samskiptamiðlum.

Fyrirtækið sem um ræðir, Vera Clinic, er tæplega tíu ára gamalt og hefur fengið um 23 þúsund einstaklinga í meðferð frá yfir áttatíu ríkjum.

Wayne Rooney gekkst undir hárígræðslu á sínum tíma en hann er uppalinn i herbúðum Everton
fréttablaðið/getty