Dem­arai Gray skrifaði í dag und­ir þriggja ára samn­ing við enska knattspyrnufélagið Evert­on. Gray gengur til liðs við Everton frá þýska félaginu Bayer Le­verku­sen.

Gray er þriðji leikmaðurinn sem bætist við herbúðir Everton í vikunni en áður höfðu enski vængmaðurinn Andros Townsend og bosníski markvörðurinn Asmir Begovic samið við félagið.

Everton er þessa stundina í æfinga- og keppnisferð í Flórída í Bandaríkjnuum en liðið mætir kól­umb­íska liðinu Millon­ari­os á laug­ar­dag­inn kem­ur.

Rafa Benitez tók við stjórnartaumunum hjá Everton af Carlo Ancelotti fyrr í sumar.