Everton vann 2-0 sigur þegar liðið fékk Bournemouth í heimsókn á Goodison Park í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag. 

Kurt Zouma kom Everton yfir með skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne í upphafi síðari hálfleiks. 

Það var svo Dominic Calvert-Lewin sem innsiglaði sigur Everton með marki í uppbótartíma leiksns eftir undirbúning Ademola Lookman. 

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn sem sóknartengiliður í liði Everton sem er eftir þennan leik í tíunda sæti deildarinnar með 30 stig.