Fótbolti

Everton hafði betur gegn Bournemouth

Eftir tvo tapleiki í röð í deildinni komst Everton aftur á sigurbraut með 2-0 sigri á móti Bournemouth í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Goodison Park.

Kurt Zouma varnarmaður Everton skallar hér boltann framhjá Asmir Begovic markverði Bournemouth. Fréttablaðið/Getty

Everton vann 2-0 sigur þegar liðið fékk Bournemouth í heimsókn á Goodison Park í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í dag. 

Kurt Zouma kom Everton yfir með skalla eftir hornspyrnu Lucas Digne í upphafi síðari hálfleiks. 

Það var svo Dominic Calvert-Lewin sem innsiglaði sigur Everton með marki í uppbótartíma leiksns eftir undirbúning Ademola Lookman. 

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn sem sóknartengiliður í liði Everton sem er eftir þennan leik í tíunda sæti deildarinnar með 30 stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Börsungar tilbúnir að selja Coutinho

Fótbolti

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Enski boltinn

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Auglýsing

Nýjast

Leystu verkefnið fagmannlega í Andorra

Ísland hóf undankeppnina með sigri

Aron og Alfreð byrja báðir

Góð frammistaða en svekkjandi úrslit

Ágætis byrjun hjá Arnari og Eiði

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Auglýsing