Enski boltinn

Everton fékk tvo leikmenn frá Barcelona

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði í dag. Ekkert lið lét meira til sín taka en Everton sem fékk þrjá nýja leikmenn.

Yerry Mina fagnar einu þriggja marka sinna á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Everton fékk þrjá leikmenn á lokadegi félagskiptagluggans á Englandi. Tveir þeirra komu frá Barcelona.

Everton borgaði Barcelona rúmlega 27 milljónir punda fyrir kólumbíska miðvörðinn Yerry Mina sem sló í gegn á HM í Rússlandi. Hann skoraði þar í öllum þremur leikjunum sem hann spilaði.

Everton fékk svo portúgalska miðjumanninn Andre Gomes á láni frá Barcelona. Hann var í liði Portúgals sem varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.

Þá fékk Everton brasilíska kantmanninn Bernard á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton.

Bernard lék í fimm ár með Shakhtar Donetsk og varð þrisvar sinnum Úkraínumeistari með liðinu.

Hann þótti á sínum tíma ein bjartasta von Brasilíu og lék á HM 2014. Hann hefur hins vegar ekki leikið landsleik síðan þá. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Mané braut þumalputta á æfingu

Enski boltinn

Mourinho sagði hórusonum að fokka sér

Enski boltinn

Matic tæpur fyrir leikinn gegn Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Wenger boðar endurkomu sína

Gunnlaugur áfram í Laugardalnum

„Fátt annað komist að undanfarna mánuði"

Auglýsing