Enski boltinn

Everton fékk tvo leikmenn frá Barcelona

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði í dag. Ekkert lið lét meira til sín taka en Everton sem fékk þrjá nýja leikmenn.

Yerry Mina fagnar einu þriggja marka sinna á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Everton fékk þrjá leikmenn á lokadegi félagskiptagluggans á Englandi. Tveir þeirra komu frá Barcelona.

Everton borgaði Barcelona rúmlega 27 milljónir punda fyrir kólumbíska miðvörðinn Yerry Mina sem sló í gegn á HM í Rússlandi. Hann skoraði þar í öllum þremur leikjunum sem hann spilaði.

Everton fékk svo portúgalska miðjumanninn Andre Gomes á láni frá Barcelona. Hann var í liði Portúgals sem varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.

Þá fékk Everton brasilíska kantmanninn Bernard á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton.

Bernard lék í fimm ár með Shakhtar Donetsk og varð þrisvar sinnum Úkraínumeistari með liðinu.

Hann þótti á sínum tíma ein bjartasta von Brasilíu og lék á HM 2014. Hann hefur hins vegar ekki leikið landsleik síðan þá. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing