Enski boltinn

Everton fékk tvo leikmenn frá Barcelona

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokaði í dag. Ekkert lið lét meira til sín taka en Everton sem fékk þrjá nýja leikmenn.

Yerry Mina fagnar einu þriggja marka sinna á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Everton fékk þrjá leikmenn á lokadegi félagskiptagluggans á Englandi. Tveir þeirra komu frá Barcelona.

Everton borgaði Barcelona rúmlega 27 milljónir punda fyrir kólumbíska miðvörðinn Yerry Mina sem sló í gegn á HM í Rússlandi. Hann skoraði þar í öllum þremur leikjunum sem hann spilaði.

Everton fékk svo portúgalska miðjumanninn Andre Gomes á láni frá Barcelona. Hann var í liði Portúgals sem varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.

Þá fékk Everton brasilíska kantmanninn Bernard á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Everton.

Bernard lék í fimm ár með Shakhtar Donetsk og varð þrisvar sinnum Úkraínumeistari með liðinu.

Hann þótti á sínum tíma ein bjartasta von Brasilíu og lék á HM 2014. Hann hefur hins vegar ekki leikið landsleik síðan þá. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Enski boltinn

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Enski boltinn

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing