Eva Björk Davíðsdóttir landsliðskona í handbolta hefur ákveðið að söðla um frá danska félaginu Ajax Köbenhavn og leika með sænska liðinu Skuru á næsta keppnistímabili.

Eva Björk sem er 25 ára gömul hefur spilað með Ajax Kö­ben­havn frá ár­inu 2017 en þar áður lék hún með norska liðinu Sola. Hún er uppalin hjá Gróttu og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu árið 2015 og Íslandsmeistari vorið 2016.

Skuru varð deildarmeistari í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og laut svo í lægra haldi fyrir Sävehof í einvígi um sænska meistaratitilinn.

„Ég er mjög glöð með að hafa tekið það skref að ganga til liðs við Skuru og hlakka til að hitta leikmenn liðsins og hefja nýtt tímabil með liðinu. Ég tel þetta jákvætt skref á ferli mínum,“ seg­ir Eva Björk í samtali við vef fé­lags­ins.