Sport

„Þetta argentínska lið hefur sína veik­leika“

Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir að þeir geti ekki kvartað undan aðstöðunni í Kabardinka. Þeir eru farnir að skoða argentínska landsliðið nánar sem hefur að sögn Hólmars sína veikleika eins og öll önnur lið.

Hólmar Örn ræðir við blaðamenn á æfingarsvæðinu í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Það er alveg óhætt að tala um að það fari bara vel um okkur hérna í Rússlandi, það er allt til alls hérna til þess að láta okkur líða vel,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, í samtali við fréttamenn á æfingarsvæði landsliðsins í Kabardinka í dag.

Geta þeir gripið í körfubolta ef mönnum fer að leiðast en Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar prófaði völlinn á dögunum.

„Hann er alltaf með einhverja ása upp í erminni, hann fór í körfubolta um daginn og að eigin sögn var mjög góður.“

Nú styttist í fyrsta leik liðsins gegn Argentínu og íslenska liðið er byrjað að greina argentínska liðið.

„Það er komið töluvert síðan við byrjuðum en við erum að skoða þetta argentínska lið, hvernig við ætlum að spila og nýta okkur veikleika þeirra, þeir hafa sýna veikleika,“ sagði Hólmar sem tók undir að þeir hefðu líka ákveðna styrkleika.

„Þeir eru nokkrir,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Við þurfum að reyna að láta veikleikana telja frekar.“

Hólmar lék sem bakvörður í æfingarleiknum gegn Gana á dögunum en hann segist vera tilbúinn að leysa það ef kallið kemur á mótinu.

„Ég hugsa alltaf um að ég sé að fara að byrja leiki en veit líka að Birkir Már er frábær varnarmaður sem hefur leikið mjög vel með landsliðinu. Ef þeir vilja og biðja mig um að spila þar þá geri ég það með glöðu geði, það er ekki mín náttúrulega staða, minna af líkamlegum návígjum en ég myndi reyna að leysa það sem best.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Frjálsar íþróttir

Markmiðið var að vinna gull

Handbolti

Selfoss á toppinn

Auglýsing

Nýjast

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Barcelona komið í úrslit á HM

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Auglýsing