Sport

Þessi fengu styrk úr afrekssjóði

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands samþykkti, á fundin sínum í gær, tillögu Afrekssjóðs FRÍ að fyrri úthlutun ársins 2018. Meginhlutverk Afrekssjóðs FRÍ er að búa afreksfólki og afreksefnum í frjálsíþróttum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn.

Hilmar Örn Jónsson og Aníta Hinriksdóttir fengu styrk. Mynd/FRÍ

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) samþykkti, á fundi sínum í gær, tillögu Afrekssjóðs FRÍ að fyrri úthlutun ársins 2018. Meginhlutverk Afrekssjóðs FRÍ  er að búa afreksfólki og afreksefnum í frjálsíþróttum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn.

Styrkveitingar skulu hafa það að meginmarkmiði að styðja við afreksfólk og afreksefni vegna undirbúnings og verkefna, jafnt á fjárhagslegan hátt sem og með aðgengi að ráðgjöf og þjónustu sem snýr að umhverfi afreksíþrótta sem skilgreind eru í afreksstefnu og aðgerðaráætlun FRÍ.

Afrekssjóður FRÍ úthlutar nú 8,8 milljónum króna en sjóðurinn byggir á ýmsum tekjum sambandsins, þ.m.t. þeim sem koma í gegnum Afrekssjóð ÍSÍ.

FRÍ nýtur þess að um er að ræða stóraukið framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ sem gefur sambandinu tækifæri á að styðja enn frekar með beinum hætti við afreksfólkið, bæði með styrkjum vegna landsliðsverkefna og vegna verkefna einstaklinga. 

Í stjórn Afrekssjóðs FRÍ eru Afreksstjóri FRÍ og stjórn FRÍ. Að auki er Fagteymi FRÍ hluti af umgjörð sambandsins í afreksmálum og ráðgefandi sé þess óskað.

Á árinu eru fjölmörg stórmót á dagskrá og stærsta mót fullorðinna er Evrópumeistaramótið í Berlín í byrjun ágúst. Afreksefni FRÍ verða svo á ferðinni á Evrópumeistaramóti U18 sem fram fer í Györ Ungverjalandi í byrjun júlí og svo er Heimsmeistarmót U20 viku seinna í Tampere Finnlandi.

Eftirtalið frjálsíþróttafólk hlaut að þessu sinni styrk úr Afrekssjóði FRÍ:

Afreksfólk FRÍ

Aníta Hinriksdóttir, ÍR

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH

Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann

Guðni Valur Guðnason, ÍR

Hilmar Örn Jónsson, FH

Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðablik

Afreksefni FRÍ

Dagbjartur Daði Jónsson, ÍR

Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR

Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR

Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR

Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik

Mímir Sigurðsson, FH

Tiana Ósk Whitworth, ÍR

Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR

Valdimar Erlendsson, FH

Vigdís Jónsdóttir, FH

Þórdís Eva Steinsdóttir, FH

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Meistari í þriðja landinu á síðustu þremur árum

Sport

Þrjú komin á heimsleikana

Fótbolti

Kviknaði í sigur­rútu Red Star Bel­grad

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Bundu endi á 10 ára sigurgöngu Veszprém

Handbolti

Bjarki Már EHF-meistari

Enski boltinn

Segir Lukaku hafa ákveðið að byrja á bekknum

Enski boltinn

„Chelsea gæti þurft að selja Hazard“

Handbolti

ÍBV fimmta liðið sem vinnur þrefalt

NBA

Cleveland rúllaði yfir Boston

Auglýsing