NBA

ESPN: Tryggvi ætlar í nýliðavalið í NBA

Tryggvi Snær Hlinason ætlar að gefa kost á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta í sumar. Þetta herma heimildir ESPN.

Fréttablaðið/Getty

Tryggvi Snær Hlinason ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar í sumar. Þetta herma heimildir ESPN.

Tryggi gekk í raðir Valencia fyrir tímabilið frá Þór Ak. Hann hefur m.a. leikið með spænska liðinu í Evrópudeildinni.

Tryggvi sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM U-20 ára síðasta sumar þar sem hann skoraði 16,1 stig, tók 11,6 fráköst og varði 3,1 skot að meðaltali í leik. Bárðdælingurinn vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína og hún kveikti áhuga NBA-njósnara.

Tryggvi hefur einnig spilað með íslenska A-landsliðinu og var í hópnum sem lék á EM í fyrra.

Aðeins einn Íslendingur hefur leikið í NBA-deildinni; Pétur Guðmundsson sem lék með Portland Trail Blazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs á 9. áratugnum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Tryggvi verður í ný­liða­valinu í NBA

NBA

Indiana vann sögulegan sigur á Cleveland

NBA

Philadelphia í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 2012

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing