Kúluvarparinn ungi og efnilega Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti í morgun í úrslitum kúluvarpskeppninnar á Evrópumeistaramóti U-20 ára í Borås í Svíþjóð.

Erna Sóley átti næst lengst kastið í undanúrslitum þegar hún kastaði 15,85 metra.

Hún kastaði kúlunni hins vegar 15,65 metra í úrslitunum en það kast skilaði henni bronsverðlaunum.

Valdimar Hjalti Erlendsson varð svo í 12. sæti í kringlukastkeppninni en hann kastaði 55,75 metra í úrslitunum.