Kast Ernu Sóleyjar var upp á 16,77 metra og var það bæting um fimm sentímetra frá fyrra Íslandsmeti hennar.

Erna sem keppir fyrir hönd ÍR á Íslandi lenti í öðru sæti á mótinu á eftir Maiu Campbell sem vann með sigurkasti upp á 17,33 metra.

Fyrr á þessu ári stórbætti Erna Sóley Íslandsmetið innanhúss með kasti upp á 16,95 metra.