Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun leika í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Hollandi í lokakeppni Evrópumótsins fram fer í Slóvakíu og Ungverjalandi í janúar á næsta ári.

Hollenska liðið leikur undir stjórn Erlings Richardssonar.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki ásamt Frökkum, Slóvökum, Hvít-Rússum, Tékkum og Norður Makedóníu þegar dregið var í riðlana á mótinu í dag.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Þýskalandi etja kappi við Austurríki, Hvíta-Rússland og Póllandi.