James var mættur á fréttamannafund Arnars Þórs Viðarssonar í síðustu viku og spurði hann og Birki Bjarnason út í stöðu máli.

Gustað hefur í Laugardalnum síðustu vikurnar. Guðni Bergsson formaður sambandsins sagði af sér og stjórnin gerði slíkt hið sama. Sambandið hefur legið undir þeim ásökunum að hylma yfir meint kynferðisbrot landsliðsmanna.

Stuart James að störfum.

Tveir leikmenn liðsins á síðustu árum er undir rannsókn lögreglu fyrir kynferðisbrot. James hefur kafað ofan í þetta mál hér á landi.

Hefur hann samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rætt ýmsa aðila sem koma að málefnum KSÍ. Þar á meðal er Þórhildur Gyða Arnarsdóttir sem steig fram og sakaði sambandið um lygar. Þórhildur hafði sakað Kolbein Sigþórsson um ofbeldi og kynferðislega áreitni árið 2017. Var það mál leyst í sátt nokkrum mánuðum síðar, Kolbeinn neitaði þó ávallt sök í málinu.

James hefur einnig við rætt við lykilfólk í KSÍ sem var á bak við tjöldin þessa daga þar sem Guðni og stjórnin sagði af sér. Búast má við að Stuart birti grein sína á allra næstu dögum þar sem nýir og áhugaverðir hlutir gætu litið dagsins ljós.