Erla Björg Hafsteinsdóttir og Drífa Harðardóttur urðu um síðustu helgi heimsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í badminton í flokknum +40 ára.

Þær sigruðu Helenu Abusdal frá Noregi og Katju Wengberg frá Svíþjóð. Erla og Drífa unnu fyrstu lotuna 24-22 eftir mjög spennandi leik en þær unnu svo seinni lotuna mjög sannfærandi 21-10. Glæsilegur árangur hjá stelpunum sem spiluðu mótið gríðarlega vel og öruggt og slógu meðal annars út pör sem var raðað númer 2 og 3 inn í mótið og þóttu því mjög sigurstrangleg.

„Fyrri lotan var jöfn mest allan tímann en hinar vitust alltaf vera einu skrefi á undan okkur þar til við náðum í skottið á þeim og kláruðum lotuna. Uppgjafirnar okkar hefðu mátt vera betri í fyrri lotunni en það var eðlilega mikil spenna í loftinu. Seinni lotan gekk svo mun betur og spilið hjá okkur varð mun öruggara. Þær komust aldrei almennilega inn í leikinn í seinni lotunni og sigurinn var innsiglaður 21-10.

Aðstæðurnar í höllinni voru fínar en alls ekki því sem við erum vanar. Það var mismikill vindur eftir því hvar við vorum að spila í höllinni og ljósin voru stundum erfið en umgjörðin hér er öll hin glæsilegasta og um 1.500 manns að keppa.“ Sagði Erla Björg Hafsteinsdóttir eftir sigurinn.

Hægt er að sjá öll nánari úrslit með því að fara inn á þessa slóð > https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=14365F9A-47BD-4106-912D-0D0BE6E6370A&draw=30

Einnig má finna upptöku frá úrslitaleiknum með því að fara hér inn > https://www.youtube.com/watch?v=my2J4J5Q3GA (ATH – fara þarf á byrjun útsendingarinnar þar sem þær voru fyrsti leikur)