Knatta­spyrnu­maðurinn Christian Erik­sen hefur verið út­skrifaður af Rigs­hospita­let í Kaup­manna­höfn. Þetta kemur fram í til­kynningu frá danska Knatt­spyrnu­sam­bandinu.

Eiriks­sen fór í hjarta­stopp í leik Dan­merkur og Finnands á Evrópu­móti karla í fót­bolta. Nota þurfti hjarta­stuð­tæki til að koma Erik­sen aftur til með­vitundar í leiknum. Hann var síðar fluttur með hraði á Rigs­hospita­let í Kaup­manna­höfn og hefur dvalið þar síðan.

Erik­sen gekkst undir að­gerð í vikunni þar sem bjarg­ráður var græddur í hjarta hans. „Að­gerðin var vel heppnuð og mér líður vel miðað við að­stæður,“ segir Erik­sen í til­kynningunni.

Í til­kynningu danska knatt­spyrnu­sam­bandsins er fólk hvatt til þess að veita Erik­sen og fjöl­skyldu hans næði og svig­rúm á þessum sér­stöku tímum.