Sóknartengiliðurinn Christian Eriksen verður fyrirliði danska landsliðsins gegn Serbíu annað kvöld þegar hann leikur fyrsta leik sinn í Danmörku frá því að hann fór í hjartastopp í fyrsta leik Dana á EM.

Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Kasper Schmeichel, varafyrirliði liðsins, hefði stungið upp á því að Eriksen yrði fyrirliði í leiknum.

Eriksen hneig niður í leik Danmerkur og Finnlands í fyrsta leik á Evrópumótinu í síðasta sumar og var í dái í fimm mínútur áður en sjúkraliðum tókst að endurlífga hann.

Sóknartengiliðurinn er með gangráð sem gerir honum kleift að spila knattspyrnu að nýju og var hann aðeins nokkrar mínútur að skora gegn Hollendingum í æfingaleik á dögunum.