Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins í fótbolta, er enn á sjúkrahúsi undir eftirliti eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum á EM í fótbolta í gær. Endurlífgunartilraunir, þar á meðal hjartahnoð, voru reyndar á Eriksen áður en hann var fluttur af vellinum á sjúkrabörum.

Danska knattspyrnusambandið DBU sendi frá sér tilkynningu í dag með stöðuuppfærslu um ástand leikmannsins. Þar kemur fram að hann sé í stöðugu ástandi. Christian hefur sent liðsmönnum sínu kveðjur, en þeir hafa ásamt starfsmönnum knattspyrnuliðs Danmerkur fengið áfallahjálp eftir atvikið.

Morten Boesen, læknir knattspyrnuliðsins, útskýrð í viðtali í gær hvað kom fyrir, þó hann fór ekki út í smáatriði.

Svo virðist sem Eriksen hafi misst meðvitund og hnigið niður. Simon Kjær fyrirliði beitti skyndihjálp, athugaði hvort hann væri að anda og velti honum svo á aðra hliðina og kallaði eftir hjálp.

Læknirinn segist hafa fundið púlsinn á Eriksen en svo hafi ástand hans breyst og var því endurlífgun hafin með hjartahnoði.